- Hægt er að skrá hér Sportabler | Vefverslun
- Skilyrði er að æfingagjöld séu greidd í upphafi tímabils.
- Greiðsla æfingagjalds er forsenda fyrir þátttöku á æfingum og mótum sem flokkur/hópur eða einstaklingur fer á.
- Allar skráningar á námskeið eru endanlegar og ekki er hægt að afskrá/afpanta á netinu. Kjósi iðkandi að hætta við námskeið verður úrsögn að berast með tölvupósti á netfang handboltibur@afturelding.is
- Æfingagjöld eru ekki endurgreidd eftir að námskeið er hafið. Hægt er að sækja um undanþágu frá þessu ef um búferlaflutning og/eða alvarleg veikindi eða meiðsli er að ræða verður úrsögn að berast með tölvupósti á netfang handboltibur@afturelding.is.
- Ef iðkandi mætir á æfingar og forráðamaður gengur ekki frá æfingagjöldum innan þriggja vikna frá upphafi námskeiðs er sendur rafrænn greiðsluseðill fyrir æfingagjöldum. Enda litið svo á að forráðamaður vilji nýta sér þjónustu yngri flokka hjá handknattleiksdeild.
- Til þess að ráðstafa frístundastyrk verður að skrá sig inn í félagagjaldakerfið með Ís-lykli eða stafrænum kennilykli í snjallsíma.
- Ekki má flytja frístundakort milli systkina né milli ára.
- Ráðstafaður frístundastyrkur sveitarfélaga er ekki endurgreiddur.
- Veittur er 10% systkina afsláttur innan deilda og 10% fjölgreinaafsláttur
- Mikilvægt að hafa samband við skrifstofu ef um fjárhagserfiðleika er að ræða og finna úrlausn sem leiðir til áframhaldandi þáttöku iðkandans.
- Allir greiðsluseðlar eru í kröfukaupum hjá Greiðslumiðlun og því verða forráðamenn að snúa sér þangað ef þeir lenda í vanskilum eða vilja semja um greiðslukjör eftirá.