Fjallabrunskeppni Aftureldingar í Úlfarsfelli – 2. bikar

Hjóladeild AftureldingarHjól

Afturelding heldur annað mót í bikarmótaröð sumarsins í Fjalabruni (Down Hill) – og nú er komið að Úlfarsfelli!

Keppnin fer fram sunnudaginn 22. júní kl. 13:00 í krefjandi og spennandi fjallabrunsbrautinni í Úlfarsfelli sem er jafnframt ein sú áhorfendavænsta á landinu.

📍 Staðsetning: Úlfarsfell – sjá kort
📅 Dagsetning: Sunnudagurinn 22. júní 2025
🕐 Ræsing: Kl. 13:00
🚵‍♂️ Brautin: Erfið, tæknileg og mjög skemmtileg – bæði fyrir keppendur og áhorfendur!

Komdu og horfðu á færustu fjallahjólara landsins taka þátt í Downhill keppni með krafti og hraða – þetta verður alvöru fjallabrunarveisla!

🔗 Upplýsingasíða keppninnar: hri.is/keppni/643
📣 Viðburður á Facebook: facebook.com/events/1058200842483095