Hjóladeild Aftureldingar býður spenntum ungmennum á aldrinum 10–17 ára (fædd 2008–2015) að taka þátt í fjallahjólaæfingum í Mosfellsbæ sumarið 2025!
Æfingarnar fara fram tvisvar í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17:30–19:00. Mæting er við íþróttahúsið að Varmá, nema annað sé sérstaklega tekið fram.
Til að tryggja að allir fái að njóta sín sem best verður hópunum skipt niður eftir getustigi, þannig að bæði byrjendur og lengra komnir fái verkefni og æfingar við sitt hæfi.
Æfingatímabilið er frá 6. maí til 30. september 2025, og kostar þátttakan 50.000 kr. Það er að sjálfsögðu hægt að nýta frístundastyrk upp í æfingagjöldin.
Við leggjum áherslu á skemmtilegar æfingar þar sem þátttakendur bæta bæði tæknina sína og færni á fjallahjóli undir leiðsögn reynslumikilla þjálfara:
Þjálfarar sumarsins 2025:
-
Jóhann Arnór Elíasson (aðalþjálfari)
-
Baldur Þorkelsson (aðstoðarþjálfari)
Við hlökkum til að sjá öll hjólaglöð ungmenni með okkur í sumar!
Skráning fer fram á Abler:
👉 Skráning á fjallahjólaæfingar Aftureldingar
Endilega hafið samband ef spurningar vakna – við erum tilbúin með svör og hjálp!