Hjóladeild Aftureldingar býður upp á fjögur skemmtileg fjallahjólanámskeið fyrir börn á aldrinum 7–10 ára í júní 2025!
📆 Dagsetningar námskeiða:
🔸 10.–13. júní
🔸 16.–20. júní
⏰ Tímasetningar – hægt er að velja:
🔹 Námskeið fyrir hádegi kl. 9:00–12:00
🔹 Námskeið eftir hádegi kl. 13:00–16:00
(3 klst. í senn – fjórir dagar í senn, samtals fjögur mismunandi námskeið)
ATH! Takmarkaður fjöldi barna er á hvert námskeið!
📍 Mæting: Við vallarhúsið í Varmá
💰 Verð: 20.000 kr. fyrir hvert námskeið (4×3 klst.)
➡️ Hægt er að skrá barn á fleiri en eitt námskeið – fyrir hádegi, eftir hádegi eða báðar vikurnar!
📌 Hvað þarf barnið að hafa með sér?
✅ Fjallahjól eða hjól með grófum dekkjum og bremsum í lagi
✅ Hjálm (skylda)
✅ Vatnsbrúsa og nesti í bakpoka sem hægt er að hjóla með
✅ Fatnað eftir veðri – við erum úti allan tímann!
Við leggjum áherslu á skemmtilegar æfingar, öryggi og að börnin öðlist færni og sjálfstraust á hjólinu í góðum félagsskap!
Við áskiljum okkur rétt til þess að fella niður námskeið eða sameina ef næg þátttaka fæst ekki.
Skráning fer fram í gegnum Sumarnámskmeið á Abler. Smelltu hér!