Allir sem byrja að æfa eru með hvítt belti en það er táknrænt fyrir óskrifað blað.
Gráðunarkerfi og belti: | Kata – ATH þær gilda ekki einar og sér í gráðun |
Hvítt, byrjendabelti, allir flokkar | Undirbúningur fyrir Kihon Kata |
Rautt belti 13 ára og yngri | Kihon Kata |
Gult belti 8. kyu | Undirbúningur fyrir Pinan Nidan |
Appelsínugult belti 7. kyu | Pinan Nidan |
Grænt belti 6. kyu | Pinan Shodan (miðpartur) |
Blátt belti 5. kyu | Pinan Sandan |
Fjólublátt belti 4. kyu | Allar fimm Pinan Kata (Yondan (miðpartur), Godan) |
Brúnt belti +1 strípa 3. kyu | Allar fimm Pinan Kata án mistaka ásamt Bassai Dai |
Brúnt belti +2 strípur 2. kyu | Sama og 3. kyu ásamt Annanko |
Brúnt belti +3 strípur 1. kyu | Seienchin |
Öll myndbönd eru á lokaðri facebook síðu foreldra og iðkenda
Svart belti | |
Shodan-Ho – bráðabirgða Shodan gráðun í 1 ár til reynslu | |
Shodan – 1. dan gráðun. Taka má staðfestingarpróf 1 ári eftir Shodan-Ho gráðun | |
Nidan – 2. dan gráðun. Það þurfa að líða a.m.k. tvö ár með reglulegum æfingum/kennslu eftir Shodan gráðun | |
Sandan – 3. dan gráðun. Það þurfa að líða a.m.k. þrjú ár með reglulegum æfingum/kennslu eftir Nidan gráðun | |
Yondan – 4. dan gráðun. Það þurfa að líða a.m.k. fjögur ár með reglulegum æfingum/kennslu eftir Sandan gráðun | |
Godan – 5. dan er meistaragráðun og eru fáir sem hafa náið því. Iðkandi hefur þurft að stunda karate í a.m.k. 20 ár og þarf að kunna allar mikilvægustu Kata úr stílnum | |
Rokudan – 6. dan | |
Shichidan – 7. dan | |
Hachidan – 8. dan | |
Kudan – 9. dan | |
Jūdan – 10. dan |
Beltapróf eru þrisvar á ári, 16 ára og yngri fá 1-3 strípur á milli belta en eldri fá heil belti.
1 strípa þýðir sæmilegar framfarir
2 strípur þýðir góðar framfarir
3 strípur þýðir mjög góðar framfarir
7 ára og yngri fá hvítar strípur en 8 ára og eldri svartar. Þegar iðkandi er kominn með brúnt belti +1 strípu þurfa 6 mánuðir að líða á milli prófa. Eitt ár þarf að líða á milli brúnt +3 strípur og Shodan Ho. Iðkendur þurfa að sýna a.m.k. 60% mætingu á milli beltaprófa, æfingagjöld þurfa að vera greidd og iðkandinn þarf að vera öðrum til fyrirmyndar. Beltagráðun er e.k. próf þar sem iðkandinn þarf að sýna ákveðna þætti, m.a. stöður, spörk, tækni, framkomu og Kata. Allt helst þetta í hendur og saman hefur þetta meira gildi heldur en fjöldi Kata sem iðkandinn kann.