Sigurbjartur þjálfari fór til Eyja með þrjú lið og gekk þeim öllum ágætlega þó úrslit séu ekki það sem öllu máli skiptir á þessum tímapunkti í ferli ungra knattspyrnukvenna.
A-liðið lauk keppni með fyrirmyndarárangri um miðjan hóp en einnig voru skráð tvö C-lið til leiks. C2 var óheppið með sín úrslit og mun gera betur næst en C1 gerði sér lítið fyrir og vann Pæjumótstitilinn.
Framtíðin er greinilega björt og óskar knattspyrnudeild stelpunum öllum til hamingju með árangurinn sem og þjálfurum þeirra, Sigurbjarti Sigurjónssyni og Snædísi aðstoðarþjálfara.