Afturelding á leið í undanúrslit

KnattspyrnudeildKnattspyrna

Afturelding mun leika í undanúrslitum í Íslandsmótinu í Futsal í Laugardalshöll þann 10.janúar næstkomandi.

Þetta varð ljóst eftir að stelpurnar okkar unnu sinn riðil í undankeppninni með fullu húsi stiga.

Síðari umferð riðilsins var leikin að Varmá á sunnudag og fyrst mætti Afturelding liði Álftaness. Eftir jafnan og markalausan fyrri hálfleik sigur stelpurnar okkar framúr og unnu að lokum 3-1. Þá var komið að liði Fjölnis sem átti engin svör við okkar liði og lauk þeim leik með 5-0 sigri Aftureldingar.

Lið Víkings frá Ólafsvík mætti svo ekki og telst sá leikur hafa farið 3-0 og þar með vann Afturelding riðilinn með 18 stigum eftir sex leiki en Álftanes kom næst með 12 stig. Þessi lið fara í undanúrslitin sem fram fara í janúar sem fyrr segir.

Í hinum riðlinum stendur Grindavík best að vígi en ásamt þeim fara annaðhvort Selfoss eða Þróttur áfram og er líklegast að mótherjar Aftureldingar verði annaðhvort síðarnefnda liðið.