Það var ekki flókið hvað liðið þyrfti að gera til að halda sætinu. FH var með tveggja stiga forskot og því ekkert annað en sigur sem kom til greina.
Fljótlega kom enda í ljós hvort liðið var betur stemmt og þær Helen Lynskey og Stefanía Valdimarsdóttir skoruðu sitt hvort markið í fyrri hálfleik þar sem Afturelding var mun betri aðilinn.
Eftir hlé róaðist leikurinn og Afturelding sigldi sigrinum heim þrátt fyrir betri leik Fylkis í síðari hálfleik. FH tapaði sínum leik og þar með lauk þeirra þáttöku í efstu deild að sinni en Afturelding heldur sæti sínu og tekur þátt í Pepsi deildinni árið 2015.
Til hamingju stelpur !!