Breiðablik hefur farið vel af stað á Íslandsmótinu og er á toppi deildarinnar ásamt Stjörnunni eftir fjórar umferðir. Liðinu er spáð í toppbaráttu enda vel mannað og með marga þekkta leikmenn innan sinna vébanda.
Afturelding beið lægri hlut gegn FH í síðustu umferð en það er klárt að stelpurnar okkar munu koma ákveðnar til leiks gegn Blikum.
Knattspyrnudeild hvetur Mosfellinga til að fjölmenna nú á Varmárvöll og styðja við stelpurnar okkar í þessari einni sterkustu kvennadeild Evrópu !
