Lið Dalvíkur og Reynis frá Árskógsströnd í Eyjafirði lék við Ægi í fyrstu umferð og vann í jöfnum leik en Afturelding mætti svo einmitt á Þorlákshafnarvöll nokkrum dögum síðar og vann þá heimamenn örugglega.
Undanfarin ár hafa þessi lið mæst reglulega en Dalvík/Reynir hafa sent sameiginlegt lið til keppni í þrjú ár. Í innbyrðisleikjum hefur Afturelding betur en norðanmenn hafa þó haft lag á að stríða okkur á heimavelli. Í fyrra varð 3-3 jafntefli á Varmárvelli en Afturelding vann 3-1 fyrir norðan.
Knattspyrnudeild hvetur Mosfellinga til að fjölmenna á völlinn – áfram Afturelding !