Leikurinn er hluti af 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins og hefst kl 19:15
Afturelding mætir þar núverandi bikarmeisturum og reyndar toppliði Pepsideildarinnar þannig að verkefnin gerast ekki mikið stærri. Sem betur fer eru stelpurnar okkar sannar kjarnorkukonur og láta sér fátt um finnast.
Í bikarnum í fyrra sló Afturelding ÍA út í 16-liða úrslitum en beið lægri hlut gegn KR í framlengdum leik í 8-liða úrslitum. Árið þar áður var farin lengri leiðin þegar liðið vann fyrst Sindra í 16-liða úrslitum, síðan ÍBV í epískum leik í 8-liða úrslitum eftir framlengingu og vítaspyrnukeppni í Eyjum áður en Valur vann okkur naumlega 1-0 í undanúrslitum. Hvað gerist nú ?
Mosfellingar eru hvattir til að fjölmenna á völlinn og styðja við okkar lið í þessum áhugaverða bikarslag – Áfram Afturelding !
