Grótta sem féll úr 1.deild í fyrra er með prýðislið og hefur ekki tapað leik það sem af er tímabili. Seltirningar sitja í 6.sæti en eygja möguleika á öðru sætinu takist þeim að gera okkar mönnum skráveifu.
Afturelding er ekki enn komið almennilega í gang en mosfellska díselvélin er að hitna og mun láta finna fyrir sér það sem eftir er sumars. Strákarnir eru í níunda sæti deildarinnar sem stendur en eiga þennan leik til góða og stefna eftir sem áður á efstu sæti deildarinnar.
Knattspyrnudeild hvetur Mosfellinga til að fjölmenna nú á völlinn – Áfram Afturelding !
Þá er búið að draga í 16 liða úrslitum bikarkeppni KSÍ og Afturelding fékk heimaleik gegn gamla Reykjavíkurstórveldinu Fram. Leikið verður 25. eða 26. júní.