Afturelding – Haukar

KnattspyrnudeildKnattspyrna

Um var að ræða síðasta leik fyrir Íslandsmót og leikurinn ætlaður sem lokahnykkur í undirbúningi meistaraflokks fyrir sumarið.
Haukar leika í 1.deild líkt og undanfarin sumur en voru þó að hvíla nokkra menn í leiknum.  Því hefðu Haukar mögulega betur sleppt enda áttu þeir aldrei möguleika í okkar menn og óhætt að segja það að Afturelding var einrátt á vellinum út allan leiktímann.
Birkir Guðmundsson skoraði fyrsta mark leiksins með skoti af stuttu færi eftir sendingu frá Magnúsi Má.
Elvar Freyr skoraði svo glæsilegt mark og aftur var það Magnús Már sem lagði upp, en Elvar hamraði boltanum upp við vinkilinn.
Skömmu síðar skoraði fyrirliðinn Wentzel Steinarr eftir sendingu frá Elvari og voru hálfleikstölur 3-0.
Í seinni hálfleik héldu okkar menn áfram af fullum krafti og Birkir skoraði eftir horn, 4-0.
Egill Jóhannsson skoraði svo fallegt mark eftir góðan undirbúning Kristins Jens, 5-0.
Andri Hrafn skoraði sjötta markið eftir hornspyrnu Magnúsar og það var svo Gunnar Andri sem skoraði sjöunda og síðasta mark leiksins eftir glæsilegan undirbúning Egils og fyrirliðans.
Lokatölur 7-0 og holningin á liðinu góð og ljóst að menn eru að komast í fantaform fyrir mót.
Afturelding hefur leik föstudaginn 6. maí og heldur vestur í bæ og mæta KV í fyrstu umferð Íslandsmótsins.