Eftir markalausan fyrri hálfleik kom ÍR öflugra inní seinni hálfleikinn og komst í 2-0 áður en heimastelpur hrukku í gang. Matthildur Þórðardóttir og Sigrún Gunndís Harðardóttir jöfnuðu metin og Stefanía Valdimarsdóttir skoraði svo sigurmarkið á lokamínútunni og tryggði Aftureldingu/Fram 3-2 sigur.
Afturelding/Fram er því með besta árangurinn í 2.sæti og fer því áfram sem fjórða lið inn í undanúrslitin þar sem liðið mætir Hömrunum á Akureyri á föstudaginn kemur.
Lið Aftureldingar: Selma Líf (M), Svandís (Katla 65), Inga Laufey, Matthildur, Valdís Ósk (F), Eva Rut, Margrét, Bryndís, Ester (Lovísa 65), Sigrún Gunndís, Stefanía
Hið formlega keppnistímabil hefst svo 6.maí nk þegar keppni í Borgunarbikarnum fer í gang en þar mæta okkar stúlkur Augnablik í fyrstu umferð í Fagralundi.