Afturelding – ÍR á laugardag 1.júní kl 14:00

KnattspyrnudeildKnattspyrna

Afturelding hefur byrjað af krafti í Íslandsmótinu og situr í þriðja sæti deildarinnar sem stendur með sjö stig ásamt KV en örlítið lakara markahlutfall. Dalvík/Reynir situr á toppnum með fullt hús en ÍR er í fjórða sæti með sex stig. Þetta verður því alvöru toppslagur en ÍR er með sterkt lið og hefur verið í 1.deild undanfarin ár en urðu að sætta sig við fall í fyrrahaust.

Liðin hafa ekki mæst síðan 2009 en þá vann ÍR sinn heimaleik en jafntefli varð á Varmárvelli. Til gamans má geta að enginn úr byrjunaliði Aftureldingar þá er enn að spila fyrir félagið og reyndar er aðeins Wentzel Steinarr eftir af þeim sem voru í hóp í þeim leik en hann kom inná undir lok leiksins.

– Hljómsveitin KALEO  hitar upp fyrir leikinn og tekur lagið í hálfleik
– Allir sem mæta á völlinn fá happdrættismiða, dregið í hálfleik
– Örn Ragnarsson er lukkukrakki liðsins að þessu sinni
– Ýmsir óvæntir atburðir eru væntanlegir á heimaleikjum liðsins í sumar

Allir á völlinn – áfram Afturelding !