Afturelding sló ÍA út úr Borgunarbikarnum á laugardag og er nú vonandi komin á sigurbraut. Stelpurnar eru sem stendur í neðsta sæti Pepsideildarinnar en með sigri gegn KR á þriðjudag hækkar liðið sig um eitt sæti og nálgast liðin þar rétt fyrir ofan.
Knattspyrnudeild hvetur nú Mosfellinga til að taka saman höndum og koma á völlinn til að styðja við bakið á stelpunum okkar í þessari miklu baráttu. Mikilvægi þess að eiga keppnislið í efstu deild í knattspyrnu verður ekki vanmetið fyrir félagið okkar – mætum nú á völlinni og styðjum okkar lið – Áfram Afturelding !
Liðin mætast svo að nýju þann 13.júlí þegar 8-liða úrslit Borgunarbikarsins verða leikin. Afturelding kom fyrr uppúr pottinum og fær því heimaleik á Varmárvelli.