Afturelding hefur verið að spila vel undanfarið og strákarnir eru þegar þetta er skrifað í efsta sæti 2.deildar með betra markahlutfall en KV og stigi meira en HK en þau eiga bæði heimaleiki á föstudagskvöld og gætu því komist framúr allavega tímabundið. Það er því ljóst að allt stefnir í gríðarlega spennandi lokasprett í deildinni.
Strákarnir okkar gerðu jafntefli í Sandgerði í síðasta leik eftir tvo fína sigra í röð gegn Hamar og ÍR og hafa reyndar ekki tapað leik síðan í júlí. Þeir léku við norðanmenn í fyrri umferðinni á Dalvík og unnu þá 3-1 með marki frá Magnúsi Má og tveimur frá Alexander Aron. Í deildinni í fyrra unnu okkar menn báða leiki en í hittifyrra höfðu Eyfirðingarnir betur þannig að búast má við alvöru leik að Varmá.
Knattspyrnudeild hvetur Mosfellinga til að fjölmenna á völlinn og minnir á boðsmiða frá Hamborgarafabrikkunni sem fylgdi Mosfellingi sem kom út í gær.
Áfram Afturelding