Meistaraflokkur karla situr hjá í 1.umferð en fékk öflugan mótherja strax í 2.umferð þegar liðið mun heimsækja 1.deildarlið Fram í Úlfarsárdalinn, þriðjudaginn 10.maí kl 19:00.
Liðin mættust í bikarnum fyrir fjórum árum á Varmárvelli í 16 liða úrslitum og þá vann Fram 3-2 í hörkuleik eftir að okkar menn misstu mann af velli með rautt spjald eftir hálftíma leik.
Meistaraflokkur kvenna situr einnig hjá í 1.umferð en eiga svo heimaleik í 2.umferð sem fram fer mánudaginn 23.maí kl 19:00 gegn sigurvegaranum úr viðureign Fjölnis og Grindavíkur úr 1.umferð.
Afturelding – knattspyrnudeild
fridrikgunn@gmail.com