Leikið verður dagana 27. og 28. maí og fer leikurinn fram á Varmárvelli eftir að okkar lið var dregið fyrr úr pottinum. Atli Eðvalds dró svo kúluna með nafni ÍR og þar með er ljóst að þessi lið sem margir telja að geti leitt keppnina í 2.deild í sumar munu einnig takast á í bikarkeppninni.
Afturelding vann Ægi frá Þorlákshöfn í 2.umferð nokkuð örugglega 4-0 í Þorlákshöfn eftir að hafa unnið Mídas í 1.umferð á Framvellinum 2-1.