Liðið kemur vel stemmt til leiks en undirbúningstímabilið hefur gengið ágætlega og minnstu munaði að liðið næði í úrslitakeppni Lengjubikarsins á dögunum. Verður fróðlegt að fylgjast með gengi okkar manna en Aftureldingu er spáð góðu sumri og að liðið sé líklegt til að tryggja sér sæti í 1.deild næsta ár.
Það verður fjör á Varmárvelli í kvöld, hamborgarar á grillinu, happdrætti, skotkeppni í hálfleik og allskonar fyrir alla – þangað mæta allir í rauðu og styðja Aftureldingu til sigurs (staðfest) !
