Stelpurnar okkar hafa heldur bætt stöðu sína í deildinni undanfarið en þó er afar mjótt á munum og leikurinn gegn Selfyssingum því sérlega mikilvægur. Afturelding er nú í níunda sæti með 11 stig en Selfoss í því sjöunda með 12 stig. Sigur styrkir því stöðu liðsins og mögulegt að ná sjötta sætinu af FH á markamun.
Knattspyrnudeild hvetur nú Mosfellinga til að finna til rauða flík og mæta í blíðviðrið á Varmárvelli í sínu besta skapi og hvetja stelpurnar okkar til dáða.