Þetta eru þær Eva Rún Þorsteinsdóttir, Eydís Embla Lúðvíksdóttir, Gunnhildur Ómarsdóttir, Hrefna Guðrún Pétursdóttir, Kristín Þóra Birgisdóttir, Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, Sif Elíasdóttir, Stefanía Valdimarsdóttir, Svandís Ösp Long, Tinna Björk Birgisdóttir og Valdís Björg Friðriksdóttir.
Þær Eva Rún, Gunnhildur, Hrefna Guðrún, Kristín Þóra, Lovísa, Stefanía, Svandís og Tinna Björk léku samtals vel yfir 100 leiki í Pepsideildinni síðastliðið sumar og því ljóst að Afturelding mun mæta til leiks í 1.deild á næsta tímabili með firnasterkt lið.
Þá gerir hin stórefnilega Sif Elíasdóttir sinn fyrsta samning við félagið en Sif er 16 ára gömul og er nýgengin uppí 2.flokk. Sif hefur staðið sig frábærlega fyrir yngri flokka félagsins í fótbolta en hún er einnig afar frambærileg handboltakona og m.a. verið valin í U18 ára landslið Íslands.
Að lokum hafa tvær af okkar allra efnilegustu leikmönnum framlengt samninga sína við félagið en þetta eru þær Eydís Embla Lúðvíksdóttir og Valdís Björg Friðriksdóttir. Eydís meiddist á ökkla fyrir bráðum tveimur árum og Valdís sleit krossband fyrir rúmu ári. Þær eiga samtals um 40 meistaraflokksleiki að baki og hafa báðar tekið þátt í æfingum með U19 landsliði Íslands og munu styrkja lið Aftureldingar verulega þegar þær hafa náð sér að fullu.
Mynd: efri röð frá vinstri: Júlíus Á. Júlíusson þjálfari, Lovísa, Gunnhildur, Tinna Björk og Hrefna Guðrún. Neðri röð frá vinstri: Sif, Kristín Þóra, Eva Rún og Eydís Embla. Á innfelldum myndum talið að ofan: Stefanía, Svandís og Valdís.