Í kjölfarið hefur félagið fengið nýja keppnisbúninga í hendur fyrir meistaraflokka knattspyrnudeildar þar sem Loftorka er framan á búningum enda stærsti styrktaraðili knattspyrnudeildar næstu þrjú árin.
Það er gríðarleg gleði í herbúðum beggja með nýundirritaðan samning enda hefur Loftorka mikinn hug á að taka þátt í uppbyggingu þeirri sem hafin er í Mosfellsbæ. Meðfylgjandi mynd var tekin við undirskrift samningsins af Bergþóri Ólasyni forstjóri Loftorku ásamt formanni knattspyrnudeildar og fulltrúum meistaraflokka karla og kvenna.
Mynd: Ragnheiður Þengilsdóttir
