Samkvæmt spánni munu nýliðar HK/Víkings lenda í neðsta sæti og nýliðar Þróttar í því næstneðsta og því ekki gert ráð fyrir mikilli endurnýjun í deildinni. Aftureldingu er spáð 8.sæti og næstu daga munu frekari spár líta dagsins ljós.
John Andrews fær mikið hrós frá álitsgjöfum 433.is og þykir snjall þjálfari og þá eru gert ráð fyrir að Telma Þrastar og Lára Kristín muni láta mikið að sér kveða í sumar ásamt því sem mikið muni muna um hvernig erlendu leikmennirnir standi sig.
Knattspyrnudeild Aftureldingar er full bjartsýni fyrir hönd stelpnanna okkar og minnir á að af 26 manna hóp meistaraflokks eru 20 stúlkur uppaldar hjá félaginu – það mun því slá mosfellskt hjarta í liðinu okkar í sumar sem endranær.
Sjá nánar á heimasíðu knattspyrnudeildar á svæði meistaraflokks kvenna: https://afturelding.is/knattspyrna/meistaraflokkur-kvenna.html