Knattspyrnudeild er ánægja að skýra frá því að Aldís Mjöll Helgadóttir hefur ákveðið að semja áfram við félagið út árið 2015.
Aldís er fædd 1990 og því ein reynslumesti leikmaður meistaraflokks. Hún hefur spilað nokkrar stöður á vellinum í gegnum tíðina; í vörn, á miðju og í sókn og er jafnvíg á þær flestar. Hún er mikill baráttujaxl og gefur ekkert eftir þegar liðið þarf að verjast en hefur einnig sett nokkur glæsimörkin á sínum ferli.
Aldís hefur leikið með Aftureldingu allan sinn feril og á að baki 87 leiki og 7 mörk fyrir meistaraflokk. Hún lék sína fyrstu leik í 1.deildinni árið 2007 og hefur verið í stóru hlutverki hjá liðinu allar götur síðan að undanskildu sumrinu 2011 þegar hún var frá vegna meiðsla.