Framherjinn litríki, Alexander Aron Davorsson hefur gengið til liðs við Aftureldingu á nýjan leik. Eftir margra ára baráttu í rauðu treyjunni og fjöldan allan af skoruðum mörkum, bauðst honum að koma yfir til Fram í fyrra, þar sem hann lék í fyrstu deildinni við góðan orðstír.
Heima er best segir máltækið og hefur Alexander ákveðið að leggjast á árar með Aftureldingu á ný og skrifað undir samning þess efnis.
Stjórn Aftureldingar telur þetta heillaskref og er viss um að væntingar um mikið markaregn í sumar eigi vel rétt á sér enda valinn maður í hverju rúmi fyrir átök sumarsins.
