Amanda Mist og Sigrún Gunndís í Aftureldingu/Fram

KnattspyrnudeildKnattspyrna

Sameiginlegt lið Aftureldingar/Fram hefur samið við þær Amöndu Mist Pálsdóttur og Sigrúnu Gunndísi Harðardóttur um að leika með liðinu á komandi tímabili.

Amanda Mist er fædd árið 1995 og kemur til félagsins frá Völsungi þar sem hún hefur leikið síðastliðin tvö tímabil, þar áður spilaði Amanda með Þór/KA. Þá hefur Amanda skorað 10 mörk í 24 leikjum fyrir fyrrgreind félög.

Amanda hefur einnig leikið fyrir U17 ára landslið Íslands en hún hefur til að mynda farið með liðinu á Norðurlandamót í Finnlandi.

Sigrún Gunndís er fædd árið 1996 og kemur til félagsins frá Víkingi Ólafsvík þar sem hún hefur leikið síðastliðin tvö tímabil. Á síðasta tímabili var Sigrún fyrirliði liðs Víkings og lék þar lykilhlutverk í árangri félagsins en liði fór alla leið í úrslitakeppni 1.deildar.

Sigrún á að baki 63 leiki fyrir Víking Ólafsvík og uppeldisfélag sitt BÍ/Bolungarvík, hefur Sigrún líkt og Amanda spilað fyrir u17 ára landslið Íslands. Þá lék Sigrún með liðinu Egersund IK í Noregi árið 2014 þegar liðið sigraði deildarkeppnina það árið.

Það er félaginu mikið fagnaðarefni að fá þær Amöndu og Sigrúnu í raðir félagsins og bjóða þær velkomnar í Aftureldingu/Fram.