Andri, sem er á sínu 25. aldursári, getur spilað bæði miðju og vörn og verður nú með liðinu fjórða árið í röð, en hann er uppalinn í Fylki. Andri á nú þegar að baki 77 leiki með Aftureldingu og er mikill liðsmaður, en hann var valinn besti félaginn af liðinu á lokahófinu í fyrra.
Knattspyrnudeild fagnar áframhaldi á hinu góða samstarfi við Andra
