Um miðjan janúar hélt hann í Billy Stewart Academy þar sem hann æfði og spilaði tvo trial leiki. Billy kom honum svo inn á æfingar hjá U18 ára liði Manchester City og í kjölfarið bauðst honum að mæta á æfingar hjá U21 árs liði félagsins.
Fyrir utan það að fá frábærar æfingar þá er þetta gríðarlega góð reynsla sem mun nýtast Antoni í framtíðinni. Hann reiknar þó með að koma heim áður en langt um líður og taka upp þráðinn með félögum sínum í meistaraflokki.
