Hinn 16 ára Arnór Breki var lykilmaður í 2. flokki í sumar þrátt fyrir að vera enn gjaldgengur í 3. flokk og var kjörinn leikmaður ársins fyrir frammistöðu sína með 2. flokk. Hann tók einnig þátt í tveimur leikjum meistaraflokks karla undir lok tímabilsins. Þá var hann valinn knattspyrnumaður ársins á uppskeruhátíð Aftureldingar á dögunum.
Arnór Breki hefur leikið 3 leiki fyrir U17 ára landslið Íslands og var hluti af 3. flokks hópnum sem vann C og B deild árin 2012 og 2013.
Arnór Breki er einn af fjölmörgum, gríðarlega efnilegum leikmönnum sem eru að koma upp hjá félaginu um þessar mundir og ljóst að það eru spennandi tímar framundan hjá Arnóri Breka, sem og Aftureldingu.
Breki, eins og hann er oftast kallaður, hefur ekki einungis sýnt góða takta á knattspyrnuvellinum því hann hefur unnið Íslandsmeistaratitla í frjálsum íþróttum og unnið Rímnaflæði. Geri aðrir betur!
Knattspyrnudeild lýsir yfir mikilli ánægju með að enn einn framtíðarleikmaðurinn hafi framlengt samning sínum við félagið