Arnór og Birkir á reynslu til Charlton í Englandi

KnattspyrnudeildKnattspyrna

Þeir munu æfa og spila æfingaleiki með Charlton.

Arnór Snær er fæddur árið 1993, spilar sem miðvörður og miðjumaður og er fyrirliði meistaraflokks. Birkir Þór er fæddur árið 1997, spilar sem miðjumaður og er fyrirliði 3. flokks karla. Báðir hafa þeir spilað með Aftureldingu allan sinn feril og hafa þeir einnig báðir spilað með yngri landsliðum Íslands.

Knattspyrnudeild Aftureldingar óskar þeim góðs gengis hjá Charlton.

Meðfylgjandi mynd er úr einkasafni og sýnir þá bræður í leik með 2.flokki í haust en það er eini leikurinn sem þeir hafa spilað saman hingað til.