Arnór Snær til ÍA

KnattspyrnudeildKnattspyrna

Arnór Snær er tvítugur að aldri og er uppalinn Aftureldingarpiltur. Hann hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið með meistaraflokki Aftureldingar frá því 2009 og var fyrirliði liðsins í sumar.  Arnór á að baki 73 deildar og bikarleiki með Aftureldingu og hefur í þeim skorað 4 mörk og hefur einnig leikið þrjá U19 landsleiki. Þá hefur hann sinnt þjálfun hjá yngri flokkum félagins í mörg ár og sýnt þar góð tilþrif.

Það er auðvitað eftirsjá af öllum leikmönnum sem kjósa að róa á önnur mið og Arnórs verður sárt saknað enda einn besti leikmaður liðsins í sumar og mjög vaxandi leikmaður auk þess að vera framúrskarandi félagi og leiðtogi. Knattspyrnudeild óskar Arnóri þó góðs gengis hjá Skagamönnum enda ljóst að þó hann verði gulur og glaður næstu árin þá finnast varla rauðari Aftureldingarhjörtu en hjá þessum fyrirmyndardreng.

Gangi þér vel Arnór og takk fyrir okkur – vertu svo velkominn heim á ný þegar að því kemur !