Átta frá Aftureldingu í Hæfileikamótun KSÍ

KnattspyrnudeildKnattspyrna

Að þessu sinni á Afturelding alls átta fulltrúa en í eldri hóp, fædd 2002, voru boðuð þau Arnór Gauti Jónsson, Elmar Kári Cogic Enesson, Hafrún Rakel Halldórsdóttir, Halla Þórdís Svansdóttir og Róbert Orri Þorkelsson.

Yngri hópur, fædd 2003 er svo þau Breki Freyr Gíslason, Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Tómas Helgi Snorrason.

Þá hefur Ísak Snær Þorvaldsson verið boðaður á æfingar með U16 landsliðinu og Bjarki Steinn Bjarkason með U17 landsliðinu. Með U19 hafa þau Arnór Breki Ásþórsson og Kristín Þóra Birgisdóttir einnig verið á æfingum undanfarið.

Knattspyrnudeild óskar þessum efnilegu ungmennum til hamingju með þetta.

Uppfært: Enn einn fulltrúi Aftureldingar bættist svo við eftir að þessi frétt var birt en það er Guðjón Breki Guðmundsson sem var boðaður á æfingar með U16 karlalandsliðinu – til hamingju með það.

Afturelding – knattspyrnudeild fridrikgunn@gmail.com