Um helgina tekur Kristín Þóra Birgisdóttir þátt í úrtaksæfingum U17 kvenna en Kristín hefur verið fastamaður á U17 æfingum í allan vetur.
Axel Óskar Andrésson hefur verið valinn í U17 landslið karla fyrir tvo vináttuleiki gegn Norðmönnum sem fram fara í Kórnum dagana 28.feb og 2.mars. Leikirnir eru liður í undirbúningi fyrir keppni U17 í milliriðli EM í Portúgal í mars.
Knattspyrnudeild óskar Axel og Krístínu til hamingju með árangurinn
