Hann mun æfa með unglingaliði félagsins og spila með liðinu á alþjóðlegu æfingamóti í Lyon í Frakklandi.
Axel er fæddur árið 1998 og spilar sem miðvörður með 3 flokki Aftureldingar. Hann hefur spilað allan sinn feril með Aftureldingu.
Þetta eru frábærar fréttir fyrir Axel og óskar knattspyrnudeild Aftureldingar honum góðs gengis ytra.