A-liðið hóf tímabilið með sigri en síðan kom erfiður kafli þar sem ekki náðist að landa stigum þrátt fyrir nokkra jafna og spennandi leiki. Liðið vann svo tvo af síðustu þremur leikjunum og lauk keppni í tíunda sæti af tólf liðum, reynslunni ríkari og tilbúnir í næsta verkefni.
B-liðið var í banastuði í sumar og endaði í öðru sæti og er sem fyrr segir komið í úrslit Íslandsmótins. Strákarnir skoruðu 29 mörk í síðustu þremur leikjum sumarsins og tryggðu þar með sætið í úrslitunum með stæl.
Úrslitin fara fram dagana 13. til 17. september og eru mótherjarnir KR á KR-velli 13.september, Haukar hér á N1 vellinum að Varmá 15.september og loks Breiðablik á Smárahvammsvelli þann 17.september.
Knattspyrnudeild óskar strákunum til hamingju með árangurinn í sumar og góðs gengis í úrslitunum. Þjálfarar 4.flokks karla eru Bjarki Már Sverrisson og Vilberg Sverrisson.