Hinn 25 ára Birgir Freyr var lykilmaður og fyrirliði Aftureldingar 2012 en þurfti erlendis í nám og missti því af undirbúningstímabili og stærstum hluta Íslandsmótsins í ár. Hann hefur nú skrifað undir þriggja ára samning við Aftureldingu.
Það er sannarlega mikill fengur í að fá Birgi til liðs við félagið til langs tíma því þrátt fyrir ungan aldur er mikill reynslubolti hér á ferð með leiðtogahæfileika sem eiga eftir að nýtast vel. Birgir kom upphaflega frá Fjölni 2008 en hefur fest rætur á farsælan hátt hér í Mosfellsbæ.
