Bjarki Már yfirþjálfari útskrifast með nýja þjálfaragráðu

KnattspyrnudeildKnattspyrna

Fyrir skömmu útskrifaðist Bjarki Már með þjálfaragráðu sem heitir KSÍ Afreksþjálfun unglinga (UEFA Elite A Youth).
Eins og nafnið gefur til kynna er efni námskeiðsins helgað því hvernig vinna skuli með efnilegum leikmönnum á aldrinum 14-19 ára.

Einungis þjálfarar með UEFA A þjálfararéttindi gátu setið námskeiðið. Í nánustu framtíð verður gerð krafa um að yfirþjálfarar félaga hafi þessa gráðu.
24 þjálfarar sátu námskeiðið að þessu sinni, sem kennt var í fyrsta sinn á Íslandi.

Óskum Bjarka til hamingju