Það er Bjarki Steinn Bjarkason sem er valinn til þáttöku með yngri hóp – leikmenn fæddir 2000. Bjarki hefur verið að vekja verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína og vill knattspyrnudeild óska honum til hamingju með árangurinn.
Hann fær góðan félagsskap á æfingunum því Jökull Andrésson, leikmaður Reading í Englandi hefur einnig verið boðaður á æfingu en Jökull er búsettur þar ytra með bræðrum sínum Axeli Óskari og Erni, sonum Láru Berglindar Helgadóttur og Andrésar Guðmundssonar. Jökull er að sjálfsögðu Aftureldingarpiltur í húð og hár og fær einnig bestu hamingjuóskir með áfangann.