Með rísandi sólu er svo sannarlega að birta til hjá Aftureldingu.
Bjartur sem er uppalinn Aftureldingarmaður á 27. aldursári, stóð á milli stanganna í liði Aftureldingar á eftirminnilegan hátt 2012 og átti þá stórgott sumar.
Hann tók sér frí síðasta sumar og einbeitti sér að þjálfun yngri flokka sem og Hvíta Riddarans. Því ber að fagna að Bjartur hafi ákveðið að leggja sitt á rauðan í ár og taka þátt í uppbyggingu liðsins fyrir komandi átök enda liðið verið sett upp í A deild Lengjubikarsins í riðli með KR, Breiðablik og fleiri stórveldum