Cecilía Rán var boðuð á landsliðsæfingar U16 um síðustu helgi. Dean Martin nýráðinn landsliðsþjálfari stjórnaði æfingunum og stóð hún sig vel alla þrjá dagana. Cecilía á framtíðina fyrir sér og hefur hún undanfarið verið boðuð til æfinga með meistaraflokki félagsins.
