Daníel er örvfættur miðvörður sem getur einnig leyst bakvarðarstöðuna. Daníel kemur frá Stjörnunni í Garðabæ og ólst þar upp með hinum geysiöfluga 1995 árgangi Stjörnunnar sem vann til margra Íslandsmeistaratitla í yngri flokkum.
Hann hefur jafnframt verið í öflugum æfingahóp Mfl Stjörnunnar undanfarið ár sem varð Íslandsmeistari s.l. sumar.
Daníel á að baki 1 leik fyrir U19 landslið Íslands og fagnar knattspyrnudeild komu þessa öfluga og efnilega varnarmanns
