1.umferðin fer fram í byrjun maí og það var liðið Mídas sem kom uppúr pottinum sem mótherji Aftureldingar. Leikurinn mun fara fram á Framvellinum laugardaginn 3.maí. Sigurvegari úr þeim leik mætir svo sigurvegara úr viðureign Reynis Sandgerði og Ægis frá Þorlákshöfn á útivelli þriðjudaginn 13.maí.
Pepsídeildarliðin bætast svo í hópinn í 3.umferð og vonandi komast strákarnir okkar a.m.k. svo langt.
Einnig var dregið í 1.umferð hjá kvennaliðunum en lið Aftureldingar situr hjá ásamt hinum Pepsideildarliðunum. Þau koma svo inn í 16 liða úrslitin sem verða leikin um miðjan júní.