Egill, sem er á 28. aldursári, er mjög klókur og útsjónarsamur miðjumaður og hefur æft með Aftureldingu síðan í nóvember í fyrra. Hann hefur staðið sig vel með liðinu og skoraði m.a. sigurmarkið gegn Grindavík síðustu helgi í fótbolti.net mótinu.
Egill er uppalinn í ÍBV og lék með þeim í efstu og 1. deild, Egill hefur einnig leikið með Reyni Sandgerði í 2.deild en lék síðasta sumar með KFS, varaliði ÍBV, í 3.deild.
Egill hefur samtals leikið 159 leiki í meistaraflokk og er bætir reynslu og góðum karakter við þegar öflugan hóp Aftureldingar.
Afturelding býður Egil velkominn til félagsins.