Elise Kotsakis komin með leikheimild

KnattspyrnudeildKnattspyrna

Elise er 22 ára gömul og er að útskrifast frá Butler háskólanum í Indianapolis, höfuðborg Indiana fylkis í Bandaríkjunum.

Hún hefur leikið með liði Butler Bulldogs undanfarin fjögur ár og á þar að baki um 80 leiki og yfir 20 mörk sem framherji. Áður lék hún með Fremd High School í Palatine í nágrenni Chicago og með liði FCX Blacks í Barrington, Illinois.  

Elise hefur síðustu tvö ár verið valin í All-Big EAST Second Team og til gamans má geta að hún er með næstbestu tölfræði sóknarmanns hjá Butler frá upphafi en Bandaríkjamenn halda afar nákvæma tölfræði um mörk, stoðsendingar og allt mögulegt annað.

Knattspyrnudeild býður Elise velkomna í hópinn en hún kemur til landsins í næstu viku og verður því klár fyrir fyrsta leik í Pepsideildinni sem hefst um miðjan mánuðinn.