2.flokkur karla hefur leikið 1 leik, A-liðið tapaði gegn HK/Ými í jöfnum leik en B-liðið hefur lent í frestunum og bíður átekta. 2.flokkur kvenna vann Hauka en tapaði fyrir HK/Víkingum en liðið er styrkt 3.flokks stelpum sem ekki tefla fram liði í Faxanum að þessu sinni. A-lið 3.flokks karla deilir toppsætinu í A-riðli eftir sigur á Haukum og jafntefli við Stjörnuna og B-liðið er um miðja deild eftir sigur á Haukum en tap gegn Stjörnunni.
A-lið 4.flokks karla fékk skell í sínum fyrsta leik gegn Breiðablik en B og C-liðin hefndu ófaranna og unnu bæði sína leiki við Blika. C-liðið vann að auki Stjörnuna og hefur ekki fengið á sig mark. 4.kvenna er um miðja deild eftir sigur gegn Snæfellsnesi, jafntefli við ÍBV og tap gegn Breiðablik.
5.flokkur keppir einnig í Faxanum og þar eru 4 lið í karlaflokki og 2 í kvennaflokki og hafa krakkarnir staðið sig vel í þeim leikjum sem búnir eru og verið félaginu til sóma.
Þá hefur meistaraflokkur kvenna leik í Faxanum eftir áramót.