Af eldra árs leikmönnum eru valdar þær Telma Þrastardóttir og Ingunn Haraldsdóttir og af yngra ári Hrefna Guðrún Pétursdóttir, Eydís Embla Lúðvíksdóttir og Snædís Guðrún Guðmundsdóttir.
Telma og Ingunn hafa verið fastamenn í yngri landsliðunum undanfarin ár og hafa leikið fjölmarga landsleiki með U17 og U19. Telma er auðvitað uppalin hjá Aftureldingu en Ingunn er hér í láni frá Val út tímabilið.
Hrefna Guðrún var fastamaður í U17 um tíma en hún skipti yfir til Aftureldingar frá Breiðablik í sumarglugganum. Hún er þó okkur Mosfellingum vel kunnug enda lék hún með Aftureldingu upp alla yngstu flokkana og má til gamans geta að hún var í sigursælu liði Aftureldingar sem varð Íslandsmeistari í 5.flokki sællar minningar. Í því sama liði voru einnig þær Eydís Embla og Snædís Guðrún sem báðar hafa tekið þátt í úrtaksæfingum með U17 og taka nú næsta skref uppí U19.
Knattspyrnudeild óskar þessum efnilegu stúlkum öllum innilega til hamingju með árangurinn og góðs gengis á úrtaksæfingunum.