Formannsskipti hjá meistarflokki karla

KnattspyrnudeildKnattspyrna

Þá lét Erlendur Fjeldsted af störfum sem formaður að eigin ósk þar sem breytingar á atvinnu hans valda því að hann hefur ekki lengur tök á að gegna formannsembættinu.

Erlendur hefur stýrt málum meistarflokks karla um nokkurt skeið á farsælan hátt og eru honum þökkuð góð og glæst störf í þágu Aftureldingar. Þó Erlendur hafi stígið úr formannsstóli mun hann þó áfram aðstoða við starfsemi deildarinnar sem færir honum sínar bestu þakkir fyrir framlag sitt undanfarin ár.

Við af Erlendi tók Pétur Magnússon sem áður hefur sinnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir knattspyrnudeild Aftureldingar og er Pétur boðinn velkominn til starfa á ný.