Fótboltatímabilið hafið hjá stelpunum okkar

KnattspyrnudeildKnattspyrna

Eins og við var að búast var nokkur vorbragur á leiknum og þjálfarar beggja liða nýttu tækifærið til að vinna í sínum áherslum fyrir komandi vikur. HK/Víkingur á sinn heimavöll í Kórnum og eru komnar heldur lengur í sínum undirbúning en lið Aftureldingar hefur undanfarnar vikur lagt höfuðáherslu á þrek og þolþjálfun og hafði aðeins átt þrjár æfingar á gerfigrasi fyrir leikinn.

Úrslit urðu þau að HK/Víkingur skoraði þrjú mörk gegn engu og miðað við gang leiksins má segja sigurinn sanngjarnan en þó líklega fullstóran.

Byrjunarlið Aftureldingar var skipað þannig að í marki var Mist Elíasdóttir og vörnina skipuðu þær Eva Rún Þorsteinsdóttir, Hrefna Guðrún Pétursdóttir, Sara Lea Svavarsdóttir og Brynja Dögg Sigurpálsdóttir. Á miðjunni léku Gunnhildur Ómarsdóttir, Stefanía Valdimarsdóttir og Kristín Ösp Sigurðardóttir og frammi voru þær Guðrún Ýr Eyfjörð, Kristín Þóra Birgisdóttir og Edda María Karlsdóttir. Einnig tóku þátt í leiknum Aldís Mjöll Helgadóttir, Kristrún Halla Gylfadóttir, Svandís Ösp Long og Elín Svavarsdóttir.

Þá voru tvær stúlkur úr þriðja flokki í hópnum og fengu þær báðar tækifæri í síðari hálfleik, þær Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir og Sif Elíasdóttir. Stelpurnar stóðu sig með miklum sóma í sínum fyrsta meistaraflokksleik og verður fróðlegt að fylgjast með þeim í framtíðinni.

Næst mæta stelpurnar okkar ÍA í Akraneshöllinni þann 30.janúar n.k.

Mynd: Stína Maja