Fullt hús stiga og efsta sætið okkar

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Leikið var við frábærar aðstæður í sól og blíðu á fallegum Varmárvellinum og var mætingin í stúkuna með ágætum. Afturelding/Fram tók strax völdin á vellinum og það var ljóst fljótlega hvort liðið ætlaði sér sigur í leiknum. Það kemur líklega engum á óvart að það var Stefanía Valdimarsdóttir sem tók af skarið þegar hún fékk laglega stungu innfyrir og kláraði örugglega framhjá markmanni gestanna og staðan 1-0.
Undir lok fyrri hálfleiks var Stefanía svo aftur á ferðinni þegar hún braust í gegn upp við endamörk og lék svo inn að marki þar sem hún kom boltanum í netið með viðkomu í markmanni og staðan orðin 2-0 sem reyndist niðurstaðan í hálfleik.
Fljótlega í seinni hálfleik bætti Stefanía svo við sínu þriðja marki og gekk endanlega frá leiknum þegar hún spólaði sig í gegnum vörn andstæðinganna og kláraði örugglega 3-0 og úrslitin í raun ráðin.
Það sem eftir lifði leiks gerðist fátt fréttnæmt og úrslitin 3-0 fyrir Aftureldingu/Fram sem þar með situr á toppi deildarinnar með 12 stig eftir fjóra leiki, fullt hús stiga, en jafn mörg og Grótta en okkar stelpur hafa betra markahlutfall og eiga tvo leiki til góða.
Lið Aftureldingar átti frekar náðugan dag í dag og sótti sín þrjú stig örugglega. Allt liðið lék vel en Júlli þjálfari gerði nokkrar breytingar á byrjunarliðinu sem gengu ágætlega upp enda breiddin í hópnum til fyrirmyndar. Besti maður vallarins var án efa Stefanía sem virðist geta skorað þegar hún vill en hún gerði þrennu í dag og bar af á vellinum. Næsti leikur hjá stelpunum okkar er toppslagur gegn Fjölni í Grafarvogi í næstu viku.